Feimin blaðra. Á ensku „Shy-bladder“ og einnig „Paruresis“. (Stundum: BBS = Bashful Bladder Syndrome)
Í stuttu máli þá þýðir þetta að þú getur ekki pissað, ef þú heldur að einhver, sjái, viti af þér, heyri í þér, bíði eftir þér, og svo framvegis.
Er huglægt, ekki líkamlegt.
Bæði kynin, en mun algengara hjá körlum ( 9 :1 ) allur aldur, en eykst með aldri, allar stéttir, talið er að 1-2 % karla séu með þetta á alvarlegu stigi, en allt að 7% séu með þetta á ýmsum stigum, t.d. vandamál að pissa í flugvélum, mikil nánd, o.s.f.v.
Ástæðan fyrir þessu er að varnarkerfi hugans er of-virkt, það gefur boð um hættu, þó að það sé engin hætta og þú getur ekki slökkt á því, í framhaldinu þá hertaka neikvæðar hugsanir hugann, vonleysi og uppgjöf fylgja í kjölfarið, og þú getur ekki pissað.
Það sem menn vita er að þetta er elsti hluti heilans sem sér um varnarkerfið þessi hluti heilans heitir “Mandlan” (amygdala) og það er ástæðan fyrir því hvað erfitt er að vinna á þessu , þetta er inngreipt djúpt í gamla heila, þetta bjargaði okkur á öldum áður þegar við vorum á sléttunni og áttum alltaf von á árás, og það er þetta varnarkerfi (fight-flight) sem rústar lífi okkar núna.
Afleiðingarnar eru alvarlegar, viðkomandi dregur sig til hlés, hann getur ekki gert það sem allir aðrir geta, sem er að pissa þegar þér er mál, þú hættir að ferðast, forðast staði þar sem þú hefur ekki ró og næði, hugsar stöðugt um þetta og oft leiðir þetta til áráttu sem eflist, og í kjölfarið kemur kvíði, þunglyndi og vanlíðan, afleiðingarnar eru miklar, vinna, félagsleg þátttaka, fjölskylda og allir líða fyrir þetta.
Það sem hefur reynst best til að vinna á þessu, eru námskeið (Graduated exposure therapy) sem byrja mjög þægilega, þú ert t.d. einn í þínu hótelherbegi, ert búinn að drekka nýlega og er mál, aðstæður auðveldar og svo er erfiðleikastigið aukið rólega, hver fer á sínum hraða, sumir þurfa nokkur skipti og svo þarf að halda þessu við, þetta hefur gefið mjög góða raun, og ef menn halda þessu við þá er batahlutfall hátt.
Paruresis er læknisfræðilega heitið. (Para = truflun og uresis = pissa ).
Paruresis er skilgreind sem önnur algengasta félagsfælnin (social phobia) á eftir því að koma opinberlega fram og halda ræðu.
Paruresis skilgreint í DSM IV American Psychiatric Assocciation (1994) code 300.23
Þessu fylgir yfirleitt skömm, við tölum ekki um þetta, og það er megin ástæðan hve lítið er vitað um þetta, sumir tapa fjölskyldu, án þess að segja frá þessu, heilbrigðiskerfið er illa upplýst, læknar, sálfræðingar, geðlæknar, o.s.f.v. vita almennt lítið um þetta.
Svo kynni ég hér það sem hefur hjálpað mér, sem er „Búnaður“ sem er þá plan „B“ ef varnarkerfið er búið að hertaka hugann og ekkert gengur.
(sjá flipa Búnaður).
Það er von mín að þeir sem eru að glíma við þetta og eru einir í glímunni, að þessi vefur verði lítið lóð á vogaskálina til betra lífs, þú ert ekki einn / ein.
Með bestu kveðju. Sigurður Rúnar Ívarsson.
e-mail: siggirunar56@gmail.com ____ Alltaf í lagi að senda mér línu :).